Skáldið.
Drottning gaf mér góðar gætur
í gömlu höllinni sinni.
Hún átti í aðli rætur
en ég í vogun minni.
Og svipir liðu um sali
í sólargeislaryki.
Það var eins og tárin tali
tími og dagar viki.
Hún mundi tímana tvenna
talaði um lygamerði.
Sá ævi og örlög brenna
allt má höggva með sverði.
Sagðist trúa lítt á ættir
og ílla gjörð hverja nefnir.
Þótt svíkir allar sættir
sorgin mildist ef þú hefnir.
En ætíð skal gjöf til gjalda
og gull er betra en sómi.
Ég komst með valdi til valda
vopn tala einum rómi.
Ég átti ólgandi hatur
í ösku býr logans eldur.
Liðin verð ég mauramatur
máttur veldur hver á heldur.
Kveð þú ungi óðasmiður
yrk mér drápu vesalingur.
Þigg svo frelsi feyskni viður
fyrr en konungsexin syngur.
í gömlu höllinni sinni.
Hún átti í aðli rætur
en ég í vogun minni.
Og svipir liðu um sali
í sólargeislaryki.
Það var eins og tárin tali
tími og dagar viki.
Hún mundi tímana tvenna
talaði um lygamerði.
Sá ævi og örlög brenna
allt má höggva með sverði.
Sagðist trúa lítt á ættir
og ílla gjörð hverja nefnir.
Þótt svíkir allar sættir
sorgin mildist ef þú hefnir.
En ætíð skal gjöf til gjalda
og gull er betra en sómi.
Ég komst með valdi til valda
vopn tala einum rómi.
Ég átti ólgandi hatur
í ösku býr logans eldur.
Liðin verð ég mauramatur
máttur veldur hver á heldur.
Kveð þú ungi óðasmiður
yrk mér drápu vesalingur.
Þigg svo frelsi feyskni viður
fyrr en konungsexin syngur.