Álfamessa II.
Falinn ég fann
hinn funheita eld.
Beið hann og brann
í brjósti um kveld.
Napurt var að nóttu
og nýfallin mjöll.
Þeir sáu mig og sóttu
í sindrandi höll.
Sóttu mig og sýndu
silfur gull og fé.
Buðu mér og brýndu
bjarg er okkar vé.
Hranalegur hreimur
heyrðist kalla þá.
Ást er annar heimur
er álfar aldrei sjá.
hinn funheita eld.
Beið hann og brann
í brjósti um kveld.
Napurt var að nóttu
og nýfallin mjöll.
Þeir sáu mig og sóttu
í sindrandi höll.
Sóttu mig og sýndu
silfur gull og fé.
Buðu mér og brýndu
bjarg er okkar vé.
Hranalegur hreimur
heyrðist kalla þá.
Ást er annar heimur
er álfar aldrei sjá.