Kvennamaður.
Það þekkja sumar meyjar mann
mærir þær og allar verða hissa.
Þær horfa á þann sem hjartað ann
og hann einan aftur vilja kyssa.
En svo einn dag brá eitthvað við
að allt var breytt i hendingskasti.
Hann birtist með brennivínslið
og barði allt í æðiskasti.
Allt varð annað en ætla má
ölið svalgraði allar nætur.
En hún sem aum á honum sá
fannst hann agalega sætur.
Í timburmönnum táraðist hann
trúðu mér ég er góður drengur.
Æðið sem alltaf á hann rann
væri ekkert að marka lengur.
Keypti gull og gaf henni baug
og gróf í hann nafnið sjálfur.
Þvældist heim - þvöglumæltur laug
þá var hann líka orðinn hálfur.
Allir vita allt um þessa menn
sem allltaf voru kvennamenn í den.
mærir þær og allar verða hissa.
Þær horfa á þann sem hjartað ann
og hann einan aftur vilja kyssa.
En svo einn dag brá eitthvað við
að allt var breytt i hendingskasti.
Hann birtist með brennivínslið
og barði allt í æðiskasti.
Allt varð annað en ætla má
ölið svalgraði allar nætur.
En hún sem aum á honum sá
fannst hann agalega sætur.
Í timburmönnum táraðist hann
trúðu mér ég er góður drengur.
Æðið sem alltaf á hann rann
væri ekkert að marka lengur.
Keypti gull og gaf henni baug
og gróf í hann nafnið sjálfur.
Þvældist heim - þvöglumæltur laug
þá var hann líka orðinn hálfur.
Allir vita allt um þessa menn
sem allltaf voru kvennamenn í den.