Ég geymi.
Ég geymi enn gjafir
og gullslegin bönd.
Í dýrð minna daga
við Dynskógarströnd.
Er ilmur og angan
að mér liðu hljótt.
Með vindi um vangan
kom vorið um nótt.
Óf fallegum farða
um föl brekkutún.
Sóleyjan seinþreytta
sælleg varð hún.
Svo steypist svartmyrkur
er svipþungt fram treðst.
Niður björg og brúnir
en björt nóttin gleðst.
Stinnir vindar sterku
stæltir suðri frá.
Vef djúpfirði djásnum
sem dagarnir þrá.
Í ljósbliki láðar
og lagar býr mynd.
Í flúðum og fossum
og frostkaldri lind.
og gullslegin bönd.
Í dýrð minna daga
við Dynskógarströnd.
Er ilmur og angan
að mér liðu hljótt.
Með vindi um vangan
kom vorið um nótt.
Óf fallegum farða
um föl brekkutún.
Sóleyjan seinþreytta
sælleg varð hún.
Svo steypist svartmyrkur
er svipþungt fram treðst.
Niður björg og brúnir
en björt nóttin gleðst.
Stinnir vindar sterku
stæltir suðri frá.
Vef djúpfirði djásnum
sem dagarnir þrá.
Í ljósbliki láðar
og lagar býr mynd.
Í flúðum og fossum
og frostkaldri lind.