Einyrkinn.
Á köldum vetrardögum ég orna mér við eld
því einn bý ég og allt er til meins og baga.
Við fenntan bjálkakofann sem klæðist hvítum feld
klauf ég við fyrir dimma vetrardaga.
Hún fúnar sú taug er frostið bítur kinn
er fyrr heim mig dróg þó biturð að mér kreppi.
Nú finnst mér kominn tími á fjallabúskap minn
og feginn verð ég er öllum tökum sleppi.
Svipir hvísla að mér svona er að vera einn
þú siglir í haust og verður að hætta.
En ég er ennþá hér og hlusta ekki á neinn
og hverf nú brátt til minna góðu vætta.
Úr grjóti og torfi gamla hlóð ég bæinn minn
en geigur fór um mig því jörðin var án haga.
Ekkert gekk í fyrstu og það fennti stöðugt inn
en fann að ég var ríkur alla heimsins daga.
Ég lá í grösum og stikað einn um strönd
og stormar blésu hart um dalakofa.
Það var ævintýri sem að engin þekkir bönd
að sjá stjörnur himingeimsins loga.
Oft er gott að vera fjarri lífsins leið
og láta sig dreyma í árdegissvala.
Hvað er að vera ríkur ef kvalinn ert af neyð
hvar sjást stjörnur betur en inn til dala.
því einn bý ég og allt er til meins og baga.
Við fenntan bjálkakofann sem klæðist hvítum feld
klauf ég við fyrir dimma vetrardaga.
Hún fúnar sú taug er frostið bítur kinn
er fyrr heim mig dróg þó biturð að mér kreppi.
Nú finnst mér kominn tími á fjallabúskap minn
og feginn verð ég er öllum tökum sleppi.
Svipir hvísla að mér svona er að vera einn
þú siglir í haust og verður að hætta.
En ég er ennþá hér og hlusta ekki á neinn
og hverf nú brátt til minna góðu vætta.
Úr grjóti og torfi gamla hlóð ég bæinn minn
en geigur fór um mig því jörðin var án haga.
Ekkert gekk í fyrstu og það fennti stöðugt inn
en fann að ég var ríkur alla heimsins daga.
Ég lá í grösum og stikað einn um strönd
og stormar blésu hart um dalakofa.
Það var ævintýri sem að engin þekkir bönd
að sjá stjörnur himingeimsins loga.
Oft er gott að vera fjarri lífsins leið
og láta sig dreyma í árdegissvala.
Hvað er að vera ríkur ef kvalinn ert af neyð
hvar sjást stjörnur betur en inn til dala.