Tíminn og árin.
Hver ert þú sem þykist vera maður
þóttafullur og líka aldrei glaður.
Brostu til okkar og haltu til haga
að heima er margt sem betur má laga.
Þú sjálfur sem aldrei á mig yrtir
og ungar sálir með fasi þínu myrtir.
Gakk hægt um ranninn þinn í raunum
það rætist kannski úr þér að launum.
Berðu nú með blíðum mildum augum
birtu í nótt frá innstu hjartataugum.
Og huggaðu þann sem hryggur grætur
hann sér þá ljós í dimmu nætur.
Berðu í bresti það birtir upp daga
með brosi er margt sem vel má laga.
Í fyllingu tímans er flug þitt dvínar
farðu þá oftar með bænirnar þínar.
þóttafullur og líka aldrei glaður.
Brostu til okkar og haltu til haga
að heima er margt sem betur má laga.
Þú sjálfur sem aldrei á mig yrtir
og ungar sálir með fasi þínu myrtir.
Gakk hægt um ranninn þinn í raunum
það rætist kannski úr þér að launum.
Berðu nú með blíðum mildum augum
birtu í nótt frá innstu hjartataugum.
Og huggaðu þann sem hryggur grætur
hann sér þá ljós í dimmu nætur.
Berðu í bresti það birtir upp daga
með brosi er margt sem vel má laga.
Í fyllingu tímans er flug þitt dvínar
farðu þá oftar með bænirnar þínar.