

Ég geng á grýttum stígum
og grjótið er mín sál.
Inn í eldi og ösku
er allt mitt mál.
Ég geng í gömlum sporum
gleðst ef öl er veitt.
En í funa og frosti
finn ég ekki neitt.
Ég aldrei mátti unna
en augun eltu þig.
Þú elskaðir allar aðrar
en aldrei vildir mig.
og grjótið er mín sál.
Inn í eldi og ösku
er allt mitt mál.
Ég geng í gömlum sporum
gleðst ef öl er veitt.
En í funa og frosti
finn ég ekki neitt.
Ég aldrei mátti unna
en augun eltu þig.
Þú elskaðir allar aðrar
en aldrei vildir mig.