

Hef beðið hér lengi við hliðið
meðan böðull blóði drifinn
bregður rýting að lífsþorstans lind
rymur kaldri raustu um svarta synd
Hef beðið hér lengi við hliðið
Á biðstofu myrkurs í steikjandi hita
Skjálfandi stikna í ángistarsvita ,
meinvill í myrkri ég ligg
Sálarskip fer hallt á hlið
Sár er dauðans bið
Hokin barrlaus eik
meðan böðull blóði drifinn
bregður rýting að lífsþorstans lind
rymur kaldri raustu um svarta synd
Hef beðið hér lengi við hliðið
Á biðstofu myrkurs í steikjandi hita
Skjálfandi stikna í ángistarsvita ,
meinvill í myrkri ég ligg
Sálarskip fer hallt á hlið
Sár er dauðans bið
Hokin barrlaus eik