BJÖRG.
Í vor fer ég vestur
frá víl og villu.
Senn er hann sestur
sæfugl á sillu.
Látrabjarg ílla úfið
og för frestast.
Og snarlega við snúið
frá víginu vestast.
Að Ritnum riðu
dagar með dauða.
Er sigmenn sigu
að honum Agli Rauða.
Í kuldanum kaldir
lemstraðir líta.
Bjargið er aldir
slá og slíta.
Úr Hornbjargi hrynur
úr klakans krumlum.
Starandi stynur
Kögur hjá kumlum.
Nú brakar og brestur
tröllskessa tryllist.
Ef grimmur gestur
af ísnum að villist.
Við Rekavík vestur
er ísinn ofinn.
Brakar og brestur
ísbjörninn er kominn.
Ólgar við Straumnes eiður
og bergið blikar.
Ríkur upp reiður
og hafísinn hikar.
Við ströndina stendur
útlaginn eini.
Með höfuð og hendur
úr stáli og steini.
frá víl og villu.
Senn er hann sestur
sæfugl á sillu.
Látrabjarg ílla úfið
og för frestast.
Og snarlega við snúið
frá víginu vestast.
Að Ritnum riðu
dagar með dauða.
Er sigmenn sigu
að honum Agli Rauða.
Í kuldanum kaldir
lemstraðir líta.
Bjargið er aldir
slá og slíta.
Úr Hornbjargi hrynur
úr klakans krumlum.
Starandi stynur
Kögur hjá kumlum.
Nú brakar og brestur
tröllskessa tryllist.
Ef grimmur gestur
af ísnum að villist.
Við Rekavík vestur
er ísinn ofinn.
Brakar og brestur
ísbjörninn er kominn.
Ólgar við Straumnes eiður
og bergið blikar.
Ríkur upp reiður
og hafísinn hikar.
Við ströndina stendur
útlaginn eini.
Með höfuð og hendur
úr stáli og steini.