Í augsýn
Í augsýn feðra minna hef ég elskað og dáð
og fjöllin klifið há.
Og þóttist í akra mína hafa sigrum sáð
sem enginn þekkti þá.
Og í svita míns andlits hef ég barið á björg
en blóðið enginn sá.
Séð skikkju djöfulsins og drukkið blóð
og dimmu kallað á.
En þakka þér veröld ég þakka þér heitt
Þakka þér allt sem ég sá.
og fjöllin klifið há.
Og þóttist í akra mína hafa sigrum sáð
sem enginn þekkti þá.
Og í svita míns andlits hef ég barið á björg
en blóðið enginn sá.
Séð skikkju djöfulsins og drukkið blóð
og dimmu kallað á.
En þakka þér veröld ég þakka þér heitt
Þakka þér allt sem ég sá.