Sefnæm þögn
Sefnæm þögnÉg sit þreyttur og þögull
þrálát byljan hefur stillt sig
þögnin er alheimurinn
ekkert hljóð
engin kliður
sefnæmt umhverfið
dregur mig
nær sjálfum mér
hér vil ég dvelja
hér vil ég hvílast
svo kraftur sálarinnar
nái aftur fyrsta flugi heim
hér er allt
svo undursamlegt
í þögninni
því allar nóturnar
eru búnar.

Icebone
apríl 2016


 
Stefán Ómar Jakobsson
1960 - ...


Ljóð eftir Stefáni Ómari Jakobssyni

Dansinn
Hríslurnar
Sefnæm þögn