Þú komst um vorið.
Þú komst um vorið þú komst í dalinn
þú komst með ást í augum þér.
Og lengi fann ég er þú varst farin
Þá fögru mynd í brjósti mér.
Ég geng í sporin og leiftrin lýsa
við leiddumst saman um skóg og hlíð.
Og þegar dagar og draumar rísa
þá dreymir mig um horfna tíð.
Ég finn þig koma með ilm og angan
og aldrei hverfur úr hugarsýn.
Er blærinn strýkur með vor um vangan
þá vildi ég kyssa sporin þín.