Ljóð.
Ég kalla á ljóð
við kveldsins glóð
og þau koma til mín
svo kyrrlát og rótt.
Þau rata heim
ég á rætur í þeim.
En kveð þau til þín.
Um bernskulendur
og litlar hendur
um djúpið grænt
og draumsins sýn.
Og himinninn blár
blessar daga og ár.
Ég kveð þau til þín.
við kveldsins glóð
og þau koma til mín
svo kyrrlát og rótt.
Þau rata heim
ég á rætur í þeim.
En kveð þau til þín.
Um bernskulendur
og litlar hendur
um djúpið grænt
og draumsins sýn.
Og himinninn blár
blessar daga og ár.
Ég kveð þau til þín.