Sumir dagar
Suma daga sef ég ekki neitt,
suma daga finnst mér skelfing leitt,
aðra daga á ég góða stund
við ýmis konar leiki, spil og dund.

Sumir dagar eru eins og þú,
algjör sæla með þér hér og nú,
suma daga dugir ekki neitt,
er dásemd enga lífið getur veitt.

Suma daga líður lífið hratt
og leikur við mig, það er alveg satt,
stundum er það slétt og fremur flatt,
fagurt uns það verður nokkuð bratt.

Suma daga seinn er strætisvagn,
suma daga vinn ég ekkert gagn,
aðra daga á ég stað og stund,
er starfið gengur vel á alla lund.

Sumir dagar syngja fallegt lag,
sem og þennan yndislega dag,
hann líður eins og líða best hann kann
og lífið gengur bara eins og hann.
 
Egill Þórðarson
1949 - ...


Ljóð eftir Egil Þórðarson

Sumir dagar
23. sálmur Davíðs