Jólasveininn minn.
Ég sá hann bíða úti í gegnum gluggann minn
og greindi út í myrkrinu jólasveina skinn.
Klæddan rauðan búning og hárið hans var hvítt
hann hló svo glaður til mín svo skeggið hrysstist sítt.
Á baki poka bar hann með gjafirnar til mín
benti á stóran pakka já þessi er til þín.
Og ég hljóp svo niður stigann og kyssti hann á kinn
hvíslaði um leið í eyrað þú ert jólasveinninn minn.
Ég flýtti mér til mömmu fagnandi og hress
þá hringdi jólabjöllunum hann sagði vertu bless.
Ekki fara frá mér elsku jólasveinninn minn
því á morgun koma jólin viltu þá koma inn.