"Mosi gleymskunnar"
Líkt og steinrunnið tröll
stendur þjóðin.
Föst í sömu sporum.

Enn á ný er kosið. Um það sama og þeir sömu valdir.

Mosi gleymskunnar breiðir úr sér.

Gærdagurinn var mosagrænn. Skyldi morgundagurinn verða það líka?

 
Veturliði Þór Stefánsson
1971 - ...
Ljóð samið 25. september 2017.


Ljóð eftir Veturliða Þór Stefánsson

"Mosi gleymskunnar"