Vakning.
Á Norðurbakka,
með óvæntan pakka,
ég fékk mér smók.

Fyrr en ég vissi,
fann ég dofa.
Ég get svo svarið,
ég var orðin vofa.

Perlandi sviti,
þessi ógurlegi hiti.
Reykurinn svo þungur,
ég lá með þurra tungu.

Spurningar flæða,
tilfinninguna um að æla,
Skelf og titra,
þetta átti ég að vita.

Ég sé svart,
mér er kalt.
Hlusta á heilann brenna,
þetta er mér að kenna.

Vakna ég heill eða hálfur?
Með geðrof og held ég sé álfur?

Leyfðu mér nú að sofna vært,
lífið er mér voða kært.
Aldrei skal ég gera neitt þessu líkt,
að veðja upp á lífið það er dýrt.  
Thomass
1994 - ...


Ljóð eftir Thomass

Vakning.