Skilningsleysi
Daman sagði við gjaldkerann.


“Funi sem fuðraði upp

og fegurð sem hvarf

Sögðu að ég vildi ekki vakna

og vinna mitt starf”



“Og hvað kemur það mér við ? ” spurði gjaldkerinn.



“nú, báðum þeim fanst ég svo fúlleit

og flúðu því út

Skildu mig eftir í einskonar

andlegri sút

og því er ég niðulút“



Það sló á vandræðaleg þögn

sem gjaldkerinn rauf með því að segja


“og það gera tíuþúsund og fimmhundrað krónur”  
Brynjar
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhannsson

Skilningsleysi
Tileinka dömunni