Til Mömmu
Þó höf og lönd
Skilji okkur nú af
Þá sjást ekki þau bönd
Sem halda okkur að.

Á einu andartaki
Er hjartað þitt hætt að slá
Stundir okkar saman eru að baki
Þær mun ég aldrei aftur fá.

Þú varst mitt skjól
Í lífsins ólgusjó
Án þín skín ekki sól
Sú sem í hjarta þínu bjó.

Þó ég þín sakni
þá hræðist ég ekki neitt
þó hjartað þitt aldrei vakni
gerir mér enginn lífið leitt
ég horfi upp og veit af þér
sem alltaf vakir yfir mér.  
Helga Guðný Þorgeirsdóttir
1998 - ...


Ljóð eftir Helgu Guðnýjar Þorgeirsdóttir

Til Mömmu