

Það skeði eitt skrítið hér um daginn
ég skrölti einn um gamla vesturbæinn.
Og ég leit upp í gamla gluggann minn
við götu sem ber við bláan himinninn.
Og húsin spurðu gamli góði bróðir
því gengur þú hér um fornar slóðir.
Hér er enginn sem þekkir þig í dag
þótt húsin hafi sama yfirbrag.
Manstu haustmyrkur og vorin björtu
manstu sigra - töp og auðsærð hjörtu.
Hvað varð um þig og hvað um okkur
í húsi númer sex er týndur eyrnalokkur.
Svo líður tíminn en treginn togar
tókstu eftir að ljós í glugga logar
Hún bíður og sést á vörum hennar vik
vonin sem lifir öll okkar ævi blik
ég skrölti einn um gamla vesturbæinn.
Og ég leit upp í gamla gluggann minn
við götu sem ber við bláan himinninn.
Og húsin spurðu gamli góði bróðir
því gengur þú hér um fornar slóðir.
Hér er enginn sem þekkir þig í dag
þótt húsin hafi sama yfirbrag.
Manstu haustmyrkur og vorin björtu
manstu sigra - töp og auðsærð hjörtu.
Hvað varð um þig og hvað um okkur
í húsi númer sex er týndur eyrnalokkur.
Svo líður tíminn en treginn togar
tókstu eftir að ljós í glugga logar
Hún bíður og sést á vörum hennar vik
vonin sem lifir öll okkar ævi blik