Lúk. 15:10
Ætli þú sért ekki ein af stórbrotnari refsingum skaparans,
dæmdur til jarðneskrar vistar vegna synda minna.
Ég hata þig, holdgerfing allra hliðaspora minna af hinni beinu og björtu braut.
Þú fyrirlítur mig, hvað ég er orðin; það sem dró þig úr Ódáinsakur.
Sá dagur mun koma er þið þurfið öll fagna,
fagna þeim degi þegar ég raunverulega iðrast.

Jesús sagði: "Þannig verður fögnuður með englum Guðs yfir einum syndara , sem gjörir iðrun."  
Áslaug Ingileif
1999 - ...


Ljóð eftir Áslaugu Ingileif

Lúk. 15:10