Skjólfjörur
Í horninu húkir sá drengur
sem hljóðlaust í myrkrunum gengur,
með útlimi skakka
og augu í hnakka,
brimrótsins barnungi fengur.
Hann fjöruna kjagar og kveinar
þar kaldir og tárvotir steinar,
æ týnast um sanda
er tregandi anda
ásækja óværir sveinar.
Þeir sitja við karminn og klóra
þá kvöldstrengur bankar á ljóra,
í húminu skríða
og húsþökum ríða,
lagsbræður martraða Móra.
sem hljóðlaust í myrkrunum gengur,
með útlimi skakka
og augu í hnakka,
brimrótsins barnungi fengur.
Hann fjöruna kjagar og kveinar
þar kaldir og tárvotir steinar,
æ týnast um sanda
er tregandi anda
ásækja óværir sveinar.
Þeir sitja við karminn og klóra
þá kvöldstrengur bankar á ljóra,
í húminu skríða
og húsþökum ríða,
lagsbræður martraða Móra.