HIMNARNIR FALLA
Stundum er Lífið allskonar.
Ekkert er gefið,
þú grætur
og þér finnst himnarnir vera að falla.
Hver skilur þig,
hver vill þekkja þig,
þessa ómögulegu manneskju,
sem vill helst vera falin undir sæng,
lika á sólríkum sumardegi.
Líðanin eins og Rýtingur í bakið
sem stendur þar fastur.
En þú ert ekki ein/n,
þú mátt gráta,
þú mátt biðja um hjálp.
Því Lífið er allskonar,
bæði gott og vont.
Lífið er til þess að lifa og vera til.