Að leiðarlokum
Að leiðarlokum
Kvölda kemur með leitun að strokum
Koma þau saman að leiðarlokum
Fuglar flögruðu um normið sitt stilltir
Fálmuðu báðir í vilja sínum villtir
Kom kerling mín þér er ekki að stríða
Kysstu mig gefð´mér fangið þitt fríða
Biðin búin ég veit það var byrði
Baráttan var samt alltaf þess virði
Tíminn tók þau aldrei í sundur
Turtildúfna fagri söngvanna undur
Eltust ekki við að renna í hlað
Efuðust aldrei um stund sína og stað
Gleðinni gáfu lengi brosin sín björtu
Geymd en ei gleymd þessi samstilltu hjörtu
Angist í ánauðum ekki lengur kvelur
Ástin nú loksins hjá þeim tveim dvelur
Kirkjunnar klukkur af himneskum sóma
Kyrja sinn söng og eyru þeirra góma
Halt í hönd mína og ekki mér sleppa
Hnefi minn hlýjar leyf’mér að kreppa
Lófanum ljúfan um það sem ég missti
Löngunin kom þegar þig ég fyrst kyssti
Gjöfina gefum hvort öðru í sátt
Göngum nú saman í síðustu átt
Hvíldu og haltu fast um mitt hold
Hjá þér ég kýs að verða að mold
.
Sigrùn Dòra 2018
Kvölda kemur með leitun að strokum
Koma þau saman að leiðarlokum
Fuglar flögruðu um normið sitt stilltir
Fálmuðu báðir í vilja sínum villtir
Kom kerling mín þér er ekki að stríða
Kysstu mig gefð´mér fangið þitt fríða
Biðin búin ég veit það var byrði
Baráttan var samt alltaf þess virði
Tíminn tók þau aldrei í sundur
Turtildúfna fagri söngvanna undur
Eltust ekki við að renna í hlað
Efuðust aldrei um stund sína og stað
Gleðinni gáfu lengi brosin sín björtu
Geymd en ei gleymd þessi samstilltu hjörtu
Angist í ánauðum ekki lengur kvelur
Ástin nú loksins hjá þeim tveim dvelur
Kirkjunnar klukkur af himneskum sóma
Kyrja sinn söng og eyru þeirra góma
Halt í hönd mína og ekki mér sleppa
Hnefi minn hlýjar leyf’mér að kreppa
Lófanum ljúfan um það sem ég missti
Löngunin kom þegar þig ég fyrst kyssti
Gjöfina gefum hvort öðru í sátt
Göngum nú saman í síðustu átt
Hvíldu og haltu fast um mitt hold
Hjá þér ég kýs að verða að mold
.
Sigrùn Dòra 2018