Hjartans óskir
Forðast skaltu forna þrá
sem fæðir kvöldin grá

Bönd sem virðast ei bogna
en bætast og togna

Hlýju á hálu svelli
er hýsa má skelli

Ljós í gegnum smáa gátt
sem getur lokast brátt


Við hugarflakk skín sálin bjart og heitt,
þótt hjartað vilji ögn meira.
Þessi leit sannar allavega eitt:
Gott er að hlusta og heyra.  
Kári
1995 - ...


Ljóð eftir Kára

Hjartans óskir