Kveðjan mín
Ég stari djúpt í augun á þér, eins og ég sé að stara í sólina.
Ég reyni að átta mig á þvi hvernig þér líður, en þú sýnir engin viðbrögð. Eins og ég sé að teygja mig í sólina en ég næ ekki taki.
Þú ert mér svo fjarlægur eins og sólin er fjarlæg jörðinni.
Þú hallar aftur augunum og ég veit að tíminn er kominn.
Þú getur ekki fylgt mér lengur í gegnum lífið og lýst upp myrkrið eins og sólin gerir.
Ég þarf að kveðja þig og ég sé þig aftur þegar minn tími er kominn.
Þú ferð í sumarlandið og vakir yfir mér, elsku engillinn minn.  
Þórunn Kolbrún Árnadóttir
2002 - ...
Fjallar um að kveðja ástvin sem ég missti nýlega. 14/09/19.


Ljóð eftir Þórunni Kolbrúnu Árnadóttur

Kveðjan mín
Kveðjan mín