Ástin
Ástin færir hamingju í hjarta,
Framtíðina vafalaust bjarta.
Þegar þú ástina þína finnur,
Hún hjartað tafarlaust vinnur.

Alla daga ástin efst í huga,
Mun hún allt annað buga.
Í sólskini hlýju ís og frosti,
Ég einblíni á þína kosti.

Um líkamann flæðir straumur,
Líkt og góður draumur,
Draumurinn má ei taka enda,
Því hvar á ég þá að lenda.?

Þú sýnir ástinni lotningu,
Trítar hana eins og drottningu.
Við einn lítinn koss,
Um æðar flæðir foss.
-dreymin í ástarlosta-  
Kara Art
1988 - ...


Ljóð eftir Köru

Svartur skuggi
Ástin