Ó hve gott það væri
Árla morguns í janúar ég sit við skriftir.
Ég skrifa um sólina og græn tún,
ég skrifa um fjöll og heiðan himinn,
ég skrifa um læki og vötn sem hægt er að baða sig í ef of heitt skyldi verða í veðri.
Ó hve gott það væri að hlaupa berfættur í grænu grasinu,
ó hve gott það væri að sjá sólina aftur,
ó hve gott það væri að vera frjáls.

Dag einn í mars er mér litið út um gluggann.
Ég sé gömul snjósköfl bráðna,
ég sé birtu sólarinnar í gegnum hvít skýin,
ég sé tré lifna við og heyri í lóunni boða vorið með söng sínum.
Ó hve gott það væri að finna ilm blóma,
ó hve gott það væri að finna hlýju,
ó hve gott það væri að vera frjáls.

Einn góðan veðurdag í júní sit ég úti og drekk í mig sumarið.
Ég heyri nið í læk,
ég sé fjöll, græn grös og sólina brosa sínu fallega brosi,
ég finn íslenska sumargoluna strjúka mér blíðlega um vangann.
Úr austri sé ég grá regnský mjakast nær.
Ó hve gott það væri að sjá aldrei ský,
ó hve gott það væri að vera aldrei kalt,
ó hve gott það væri að vera frjáls.

Kvöld eitt um miðjan júlí sit ég við lestur á spænskri strönd.
Ég finn fyrir hlýju og ró,
ég sé sólina setjast úti við sjóndeildarhring og himininn smám saman verða blárri og blárri.
Ó hve gott þetta er,
en ó hve betra það væri að vera heima  
Sævarr
2004 - ...


Ljóð eftir Sævarr

Dans á þyrnum
Ó hve gott það væri