Ástarljóð
Lítið eitt í laumi fer,
leiðir okkar skarast.
Brosið þitt svo brosmilt er,
birtir til sem snarast.
Töfrum lítið tindrar bál,
teygir sig og vermir.
Fegurð þessi freistar sál,
Freyju eftir hermir.
Blómstrar líkt og birta fín,
blikar augum glóðir.
Örlög okkar mín og þín,
ástin hér um slóðir.
leiðir okkar skarast.
Brosið þitt svo brosmilt er,
birtir til sem snarast.
Töfrum lítið tindrar bál,
teygir sig og vermir.
Fegurð þessi freistar sál,
Freyju eftir hermir.
Blómstrar líkt og birta fín,
blikar augum glóðir.
Örlög okkar mín og þín,
ástin hér um slóðir.
Helena Rós Hannesdóttir/Gilbert - skrifað þegar ég var 16 ára. Mitt fyrsta ljóð.