Vetur


Þegar veturinn daðrar
og drýpur við hjarnið
dætrum og sonum
harðfenið hrindir á skarnið
hvað er honum að allt er kalt,
hvað verðum við lengi að þola,
hvar er hin Guðsmilda gola,
hvað er falt.

Þá sé ég á himni norðuljós nopra
en tindra samt í fans
þau dansa sinn síðasta svalandi dans
þennan vetur,
þau vita betur, að senn já senn
hann hopar þessi drungi
og veturinn þungi.


Ég veit að vorið
það kemur
og ég fagnandi fagna
en samt ég flöktandi bíð í ótta
enn dimmra nótta
ég veit að veturinn lofar en dylur
en að lokum hann verður og skilur
að hylja sín spor
það er vor.

Þá lífssprotar spretta og tifa
og hvísla svo hljótt
ég vil lifa
og ljóminn af vori
hann lifnar í augum
ó hvað liggur í lofti
og taugum,
sólin hún skín
og dimman dvín.

Þá ærist mitt hjarta
þetta eilífa bjarta
ég finn það ólma og tifa
þetta, já þetta ég hrópa og syng
er kallað að lifa.


Eyjar.

















 
Erna Ingólfsdóttir
1952 - ...


Ljóð eftir Ernu

Vetur