Ljóðið hans Gísla
Þeir gengu óstyrkir inn,
annar daprari en hinn.
Sá dapri segist vera prestur,
hinn beinir hausnum í norðvestur.

Mamma fer með þá inn í stofu,
mikil þögn fylgir þeim í formi vofu.
Ég veit að ekki er allt með felldu, að eitthvað hélst ekki sem skotheldu.

Seinna arka þeir laumulegir út,
annar maðurinn gefur mér kvíðahnút.
Ég sá hana fyrst ekki þarna,
liggjandi á öxl hans, lítil gyllt stjarna.

Ég finn andrúmsloftið breytast
og sé andlitið á mömmu þreytast.
Hún horfir döpur á mig
og ég hugsa til þín.

Hún kallar saman fjölskyldufund,
sá yngsti skilinn eftir um mund.
Hún stillir sér upp á móti mér,
og segir okkur svo fréttirnar af þér.

Ég hef mikið af eftirsjám,
þær raðast upp á fataslám.
En þessi kom mér sérlega á óvart,
að hafa ekki knúsað þig óspart.

Þetta dimma kvöld í miðjum mars,
kvöldið þar sem mér var sagt
að þú værir vængjaður
og loks, varanlega glaður.

Það var svo sárt að fá að heyra
að þú stökkst því þú vildir ekki meira.
Þín vegna skal ég lofa með stolti
ég mun aldrei leika mér að þessu dufti.

Að lokum langar mig að láta þig vita
að ég fyrirgef þér þetta, auðvitað.
Minntu mig bara á elsku frændi
að fá af þér knúsið sem þú rændir.  
Deina
2001 - ...


Ljóð eftir Deinu

Ljóðið hans Gísla