Aðalsteinsdóttir
Karlinn með brosið
og heimkæru augun.
Með raddblæ sem hljómar
og ómar af kærleik.
Sögur hann sagði
af geislandi glettni
og stúlka sem sat þar
svo þögul við hlustir,
svo dáleidd af undrun
að andlit sitt gretti.

Indæli karlinn hann
gat ei henni neitað.
Sælgæti og gotterí hann
fékk því stelpunni.
Og þó sykursælan
voðaverkum dundi,
hann góðgætinu
fékk samt henni,
ætíð næst um sinn.

Þá stúlkukind hann
skynjað gat og skilið
Er öðrum var svo torskilin.
Hlustaði þá brosandi,
á mas í unglingsstelpunni.
Hennar eina haldreipi,
hann samgladdist
og hughreysti.
Öll heimsins vandamálin leysti,
sá eini sem hún alltaf treysti.

Við margt hann átti eiga, maðurinn.
Þá leið á langinn dagurinn.
Því heima sat og beið hver dagsloka,
stúlkan sem átti hann mest.
Hann er besti pabbi í heimi.
En stúlkan sem manninn við sig kennir
er stelpu skottið,
Aðalsteinsdóttir.
 
Hlíney
1991 - ...
Hvert og eitt einasta ritaða orð í ljóðinu er lýsandi fyrir hverskonar maður hann pabbi minn er og samband við eigum saman.
Þetta varð að gjöf um jólin 2020 sem leiddi karlinn til tára og þá í fyrsta og eina skiptið sem ég hef séð mannin fella tár.


Ljóð eftir Hlíney

Aðalsteinsdóttir