Jól að hætti hjartans
Um jólin stelumst við í piparkökurnar, og kakóið fáum að smakka.
Við borðum jólabökuna, og höldum áfram að hlakka.

Út að kaupa gjafir,
úr húsi fólkið fór.
Í búðum eru raðir,
er hlustað er á kór.

Við borðum eðli og glóaldin,
sem eru mesta lostæti,
En ó, ekki spurja um steikina,
þá fara að koma læti.

Þá kemur sveinki í bæ til oss,
sama þótt það sé bylur og frost,
Hann er sveittur, kaldur og samtímis móður,
En hann kemur þó með gjafir, en hvað hann er góður!

Er kirkjuklukkur hljóma,
þá vitum við hver glampar af ljóma.
Við opnum stóra pakka,
og borðum heilan konfektbakka.

Við förum öll með ljóð,
og syngjum heims um ból.
Farið vel með ykkur, vinir,
Ég býð nú gleðileg jól.  
Dominic Þór Fortes
2007 - ...
Ljóðið er um samblöndu af jólum í gamla daga og jólunum nú til dags. Einnig er ljóðið um það hvernig jólin eiga að vera í raun og veru.


Ljóð eftir Dominic Þór Fortes

Jól að hætti hjartans