Kaupmannahöfn.
Er svali haustsins svífur um torg
og síðnæturhúmið leggst yfir borg.
Upp undir þaki einn situr hokinn
andlitið skorið í herðunum lotinn.
Bjarmi á vegg við birtunnar flökt
bilur í veðri og vindhana hökt.
Andi og hugur við handritasöfn
í kvöld er laus eldur í Kaupmannahöfn.
Orð geta sviðið eitruð á blaði
eldurinn brýst inn að bókhlöðuhlaði.
Vor Frúar Dómur er farinn að gliðna
funar þar upp hið forna og liðna.
Fáklæddur vakinn fellur á skíma
flytja skal allt við verðum að rýma.
Minn trúi vinur þær týnast nú allar.
Trinidatiskirkjan logandi hallar.
Stofnfagurt tré stendur við Garð
með styrk í rótum eitt veit hvað varð.
Ég geng hér á stétt undir hælunum hörð
hér hvíla þeir báðir í danskri jörð.
Fjalldalafífill við mosabing
fagur við læk og ljósalyng.
Elvunnar niður og ilmur úr öldum
og ævintýri lifa á fornum spjöldum.
og síðnæturhúmið leggst yfir borg.
Upp undir þaki einn situr hokinn
andlitið skorið í herðunum lotinn.
Bjarmi á vegg við birtunnar flökt
bilur í veðri og vindhana hökt.
Andi og hugur við handritasöfn
í kvöld er laus eldur í Kaupmannahöfn.
Orð geta sviðið eitruð á blaði
eldurinn brýst inn að bókhlöðuhlaði.
Vor Frúar Dómur er farinn að gliðna
funar þar upp hið forna og liðna.
Fáklæddur vakinn fellur á skíma
flytja skal allt við verðum að rýma.
Minn trúi vinur þær týnast nú allar.
Trinidatiskirkjan logandi hallar.
Stofnfagurt tré stendur við Garð
með styrk í rótum eitt veit hvað varð.
Ég geng hér á stétt undir hælunum hörð
hér hvíla þeir báðir í danskri jörð.
Fjalldalafífill við mosabing
fagur við læk og ljósalyng.
Elvunnar niður og ilmur úr öldum
og ævintýri lifa á fornum spjöldum.