Hyldýpi
Draugar fortíðar sitja um mig,
líkt og hrægammar sitja um dauðvona hýenu,

Minn eigin griðarstaður orðinn er mitt fangelsi,
raddirnar öskra og ég heyri vart annað en sírenur.

Litli þögli drengurinn molnar,
úr hyldýpi hugans brýst út skepnan
með rotna samvisku.  
Engilbert Egill Stefánsson
1997 - ...


Ljóð eftir Engilbert Egil Stefánsson

Hyldýpi
lífsins saga