

Aldan skellur á klettadranga,
Úfið haf umlykur sjóndeildarhring
Kaldur vindur nýstir vanga,
Rauðþrútin augu líta um kring
Grá óveðursský
Bera að þrumugný
Það er háflóð í vændum.
Um marið leitar hann sjónar
Og biðjandi einnar bónar
Að hafið aðeins skili af sér
Frændum sem aldan tók í faðm sinn og ber
Fjarri ströndum
Okkar vonarlöndum
Sem oss þykir vænst um
Kraftmikið sjónarspil heillar og hrellir
Í vindhviðum miklum myndast hvellir
Og gegnum rigningu rýna hálflokuð augu
Sem nema ekkert í sjónum nema báru
Engin er sýnin
Og liðinn er langur tíminn
Síðan síðasta von var í vændum
Úfið haf umlykur sjóndeildarhring
Kaldur vindur nýstir vanga,
Rauðþrútin augu líta um kring
Grá óveðursský
Bera að þrumugný
Það er háflóð í vændum.
Um marið leitar hann sjónar
Og biðjandi einnar bónar
Að hafið aðeins skili af sér
Frændum sem aldan tók í faðm sinn og ber
Fjarri ströndum
Okkar vonarlöndum
Sem oss þykir vænst um
Kraftmikið sjónarspil heillar og hrellir
Í vindhviðum miklum myndast hvellir
Og gegnum rigningu rýna hálflokuð augu
Sem nema ekkert í sjónum nema báru
Engin er sýnin
Og liðinn er langur tíminn
Síðan síðasta von var í vændum
Þetta ljóð fjallar ekki beint um neinn sérstakan atburð þá fékk ég þó innblástur í ljóðið af sögum af Þóri Stefánssyni og aðstæðum sem sjómenn réru út á sjó í erfiðum aðstæðum á þeim tíma sem hann var skipstjóri.