Rauðir sokkar
Þeir falla í valinn,
Liggja í óreiðu á gólfinu,
Rauðu sokkarnir í hrúgu.
Hnefinn steypist upp í loftið,
Baráttuópið sem enginn heyrir,
Og tár sem enginn þerrar.
Fjötrarnir eru ósýnilegir,
Fjötrarnir eru þungir,
Fjötrarnir hefta og binda,
Fjötrarnir valda sárum.
Nú er langur vinnudagur liðinn,
Nú er langur vinnudagur framundan.
Máltíðin er köld,
Gólfið er skítugt.
Börnin eru ógreidd,
Baðið bíður þeirra.
Tárið er þerrað,
Ópið er þagnað,
Gólfið er þrifið,
Máltíðin elduð.
Nú koma allir heim,
Best að draga fram sparibrosið.
Liggja í óreiðu á gólfinu,
Rauðu sokkarnir í hrúgu.
Hnefinn steypist upp í loftið,
Baráttuópið sem enginn heyrir,
Og tár sem enginn þerrar.
Fjötrarnir eru ósýnilegir,
Fjötrarnir eru þungir,
Fjötrarnir hefta og binda,
Fjötrarnir valda sárum.
Nú er langur vinnudagur liðinn,
Nú er langur vinnudagur framundan.
Máltíðin er köld,
Gólfið er skítugt.
Börnin eru ógreidd,
Baðið bíður þeirra.
Tárið er þerrað,
Ópið er þagnað,
Gólfið er þrifið,
Máltíðin elduð.
Nú koma allir heim,
Best að draga fram sparibrosið.