Himinninn og koss sólarinnar
Himinninn er stór blár flötur.
Við sólsetur er hann eldrauður,
eins og hann sé að roðna,
sólin hefur smellt á hann kveðjukossi.
 
Tunglið kemur upp,
og sólin flýtir sér í burtu.
Roðinn hverfur af kinnum himinsins.
Himininn hefur víst skammast sín,
því það er komið myrkur.  
Hólmfríður Hulda
1988 - ...


Ljóð eftir Hólmfríði Huldu

Himinninn og koss sólarinnar