Náð svika
Ég byggði mér bú
Á brostinni brú
Veðjaði tigninni
Líka ystu nöf minni

Hrökk frá brún
þá í ljós kom hún
Enda vitjaði vist
handan vits míns enda

Er innst kom kjarna
Sá ég skýrt.
Yfir slóð farna,
Virðið mitt arna,
Og reyndina þarna
Að síst sé sæmdinni rýrt

Er dag rann á tröll,
Vítt leist á völl,
Ég bað frá mér höll.
En reisti mér hús,
Rétti úr kút,
Þrautinni fús,
Á reipsendahnút

Nú heim á ég þar
Hvar sál mín stóð ein
Þráðbein og hrein
Þar varð ég lotningsins var  
Darri Eyþórsson
1985 - ...


Ljóð eftir Darra Eyþórsson

Náð svika