Álfa Nornin
Meðan maður var maður sjálfur,
miklu meira en maður hálfur,
var mun minna munafljóts gjálfur.
Meinbugir margir, magnaður álfur.

Þau þekktust þá þegar þau mættust,
þvílíkt þannig að þau margþættust,
þau þorðu að þvæla, og kættust,
þannig þrár þeirr'og þjáningar rættust.

Kelin og keik konan í björtu,
karlinn ku vera í kolsvörtu.
Kúnstugir kukklarar án vörtu,
þau kváðu sín kolföllnu hjörtu.

En hjúskap hvorugt heillaði mjög,
því hamingjan heimtar hjartaslög.
Hann hvekktist er hurfu þau álög,
er hún hvarf í hyldýpi og berglög.  
H. Á.
Stuðlagrautur sem birtist eitt haustið og krafðist skrásettningar.


Ljóð eftir H. Á.

Álfa Nornin
Heilbrigð tengsl
Geðelska
Eitthvað sunnudags