Heilbrigð tengsl
Frelsið til að fara burt,
en finnast vilja vera kjurt.
Þannig vil ég elska þig,
og þykja að þú elskir mig.

Lengi lostinn yfir ást,
lasið hjartað var að þjást.
Remedían er að skera,
að bara láta það vera,
og þurfa ekkert að gera.

Ekki stökkva til og stjórna,
og sjálfsvirðingu fórna,
heldur hugga sig og sefa,
og til heimsins eftir gefa.

Af nægjusemi njóta stundar,
án væntinga til næsta fundar.
Ef af eigin félagskap er nægð,
þá hefur maður alltaf gnægð.  
Hafliði Á.
Að gefa sér mildi, náð og farsæl ráð.


Ljóð eftir Hafliða Á.

Álfa Nornin
Heilbrigð tengsl
Geðelska
Eitthvað sunnudags