Skammt lifir stundin
Streymir ótrauð áfram,
fer alltaf lengra og lengra,
uns ekkert nema tómið er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Heim er ég komin en sakna annars.
Liðast án mín áfram,
fer alltaf eilítið lengra og lengra,
uns ekkert nema þunginn er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Heim er ei lengur hið sama.
Þeytist óðar áfram,
fer alltaf hraðar og hraðar,
uns ekkert nema einmanaleikinn er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Heim er hjá ykkur en leiðin er löng.
Þokast án mín áfram.
Fer alltaf fjær og fjær,
uns ekkert nema söknuðurinn er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Því lengra og lengra þið virðist fara á braut.
Feykist mér framhjá, áfram,
fer sem stormurinn hjá,
uns ekkert, ekkert er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Fjarlægðin eykst og söknuður hið sama.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Skammt lifir stundin,
og kemur ei aftur.
En það eitt veit hugur,
það kemur stund eftir stund.
Við sjáumst því síðar,
við hittumst innan tíðar,
því skammt lifir stundin.
fer alltaf lengra og lengra,
uns ekkert nema tómið er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Heim er ég komin en sakna annars.
Liðast án mín áfram,
fer alltaf eilítið lengra og lengra,
uns ekkert nema þunginn er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Heim er ei lengur hið sama.
Þeytist óðar áfram,
fer alltaf hraðar og hraðar,
uns ekkert nema einmanaleikinn er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Heim er hjá ykkur en leiðin er löng.
Þokast án mín áfram.
Fer alltaf fjær og fjær,
uns ekkert nema söknuðurinn er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Því lengra og lengra þið virðist fara á braut.
Feykist mér framhjá, áfram,
fer sem stormurinn hjá,
uns ekkert, ekkert er eftir.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Fjarlægðin eykst og söknuður hið sama.
Fjarlægðin hvín í hjarta mér.
Skammt lifir stundin,
og kemur ei aftur.
En það eitt veit hugur,
það kemur stund eftir stund.
Við sjáumst því síðar,
við hittumst innan tíðar,
því skammt lifir stundin.
Skrifað 2016-2017