Geðelska
Úr mínum huga máttu hverfa,
hvar þú hefur dvalið á daginn.
Áfram mun ég sjálfan mig sverfa,
gangi þér samt allt gott í haginn.

Ég þarf að finna mér önnur mið
sem veita mér aftur innri frið.
Helst aldrei aftur framúr fara,
eigin friðelskandi andvara.

Hugsunum mínum gefðu gaum,
því gleði og glens er að veði.
Við svælingu verður sálin aum,
en sjálfsvinnan grynnkar á geði.  
Hafliði Á.
Allt limmrandi bara, einn veturinn.


Ljóð eftir Hafliða Á.

Álfa Nornin
Heilbrigð tengsl
Geðelska
Eitthvað sunnudags