Eitthvað sunnudags
Þú þarft ekki neinn,
en þarft heldur ekki
að vera alveg einn.
Þannig mann ég þekki.

Lengi hann leitaði
að leyndarmálum sjálfs.
Fögur fljóð bendlaði
geð hans fyllt til hálfs.

Dansandi, djöflaðist
dró sig í land, en strand.
Seilaðist, sigraðist,
en svelgdist svo á sand.

Loks í eigin barm leit
og ljóstraðist þvælan.
Forboðin fyrirheit
fundi endi farsælan.  
H. Á.
Ef það braut í þér hjartað, en lagaði hjá þér sjónina, þá vannstu.


Ljóð eftir H. Á.

Álfa Nornin
Heilbrigð tengsl
Geðelska
Eitthvað sunnudags