Mágur
Hugsa til þín
Hugsa til þín er kvölda tekur
Hjartað mitt slær en það hriplekur
Nýr verululeiki líklega brátt við tekur

Vildi að ég gæti spólað til baka
Gleði stundir í kristal með klaka
Bjössi á toppinn á fjallsins tindi
Í heitasta pottinn meðan ég syndi

Hugsa til þín mín elsku systir
Veröldin grimm og margir kvistir
Af öxlum þínum af þú hristir
Sársauka birgðir og langtíma vistir

Það er mín von að úr moldu muni rísa
Fallegt blóm og miðaldra skvísa
Af alúð og hlýju skal daglega vökva
Bróðir því er ekki að skrökva  
Gunnar Hallberg
1972 - ...


Ljóð eftir Gunnar Hallberg

Stórasti hundur í heimi
Ofurlítil stúlka
Ástarþrá
Mágur
Afmæli hjartans
Söknuðurinn
Raunhæft
Tilveran
Ákveðinn
Gáta
Ofurlítill kubbur
Gos
Krómaður klósettpappír
Ofurmáni
Rafbílavæðing
Túristinn
prumpufýlusósa
Hiroshima
Lovingur
Tuttugu og sjö fiskar