Fagurleitur fýr
Fagurleitur fríður fýr,
fæddur er í dag svo nýr.
Dökku augun, djúp og fögur,
dreymin segja okkur sögur.
Dúnmjúkt hárið dökkt og frítt,
dökkir glóa lokkar blítt.
Ísak Högni heitir hann,
hjartað litla bræðir mann.
Brosið blítt og augun hans,
bætir hjarta sérhvers manns.
Óttast ekkert ljúfi drengur.
drottinn ávallt með þér gengur.  
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir
1968 - ...


Ljóð eftir Kristínu Ragnhildi Sigurðardóttur

Elsku mamma
Litli ljúfi sveinn
Fagurleitur fýr
Drengur litli dreymi
Lauf
Ástarljóð
Jólakvæði