Elsku mamma
Elsku góða mamma
og barna minna amma.
Ég þakka af öllu hjarta þér
fyr´allt það góða er gafstu mér.
Þau gullnu gildi ávallt geymi,
í hjarta mér, ég aldrei gleymi

Elsku fagra mamma
þú yndislega amma.
Ég veit að nú guðs englateymi
leiði þig í ljóssins heimi.
Í hjarta geym´eg ásýnd þína
og kærleikann í eilífðina.

Elsku hjartans mamma
og heimsins besta amma.
Ég veganesti allt það ber
sem gafst þú þínum börnum hér.
Þú vildir okkur allt svo vel.
Í drottins faðm ég þig nú fel.  
Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir
1968 - ...


Ljóð eftir Kristínu Ragnhildi Sigurðardóttur

Elsku mamma
Litli ljúfi sveinn
Fagurleitur fýr
Drengur litli dreymi
Lauf
Ástarljóð
Jólakvæði