Villtist á leið
Ung 18 ára stelpu skott,
Sem þótti frekar flott.
Í slæman félagsskap var flækt,
Djammið var henni mikilvægt.

Týnd í tjúttinu alveg út á aka,
Talandi á trilljón hvað er hún að taka?
Kynnist hún kókhaus á djamminu.
Þau voru bæði að missa sig í namminu.

Kóksala kall úr hlíðunum,
Kóka sig upp með vinunum.
Er þetta ást fyrir dópi eða strák?
Eða er þetta kannski sálardráp.

Gamlárskveldi í gæsluvarðhaldi.
Greyjið vissi ekki hvað hún valdi.
Saklaus stelpan handtekin,
Um glæpin var hún ásekin.

Nýtt ár nýjir tímar eða hvað?
En hvar er mitt hlað?
Heimilislaus hún varð,
Nú þurfti hún að leita í sinn bakgarð.

Tveir tjúttarar í tilfinningaflækju.
Týndir í djúpri dagneyslu.
Stanslaust eftirlit í gangi,
Mætti halda að hún hafi verið fangi.

Eftir þriggja ára dagneyslu
Og alvarlega sálar keyrslu.
Alveg farin en mest kvalin.
Hún áttar sig á að hún er lasin.

Hún pantar pláss í meðferð,
Fyrir sína eigin velferð.
Af voginum hún var út rekin
En þá var bara tekinn upp hnefinn.

Edrú lífi hún nú lifir
Verndarengill um hana svífir.
Hamingja um hana ríkir,
Edrúmennska engan mann skvíkir.  
Íris L. Sveinsdóttir
1997 - ...


Ljóð eftir Írisi L. Sveinsdóttur

Ástin mín
Þjáningarspil
Tilfinninga flækja
Villtist á leið