Lífið er fótboltaleikur
Um leið og þú fæðist í heiminn,
Þá byrjar leikurinn þinn.
Þú byrjar með boltann.
Leikurinn veltur á þínum ákvörðunum og ákvörðunum annara.
Eins og lífið.
Þegar þú sendir boltann leggur þú ábyrgð á liðsfélaga þinn.
Var þetta rétt ákvörðun?
Það veistu aldrei.
Þú átt endalausa möguleika.
Hvert skref telur.
Markatalan er það sem þú gerir í lífinu.
Hvert afrek og klúður sem þú og liðið þitt gerir.
Hvort þú hleypur, skokkar, labbar eða stendur kyrr er markatalan í þinni hendi.
Liðsfélagarnir eru allir þeir sem þú hefur samskipti við.
Til þess að vinna leikinn þarf þú að hvetja, vera góður fyrirliði, halda góðum liðsanda og aldrei gefast upp.
Þannig er lífið.  
Ljósbjörg Helga
2008 - ...
Þetta ljóð er einnig hægt að tengja við aðrar íþróttir. Vertu góður fyrirliði í þínu lífi og þá vinnur þú lífið.


Ljóð eftir Ljósbjörgu Helgu

Lífið er fótboltaleikur