Er sumarið kom og vorið.
Er sumarið kom og vorið vaknaði vonin.
Er sumarið kom og vorið kviknaði vonin.

Þá konurnar fóru í falleg föt
svo kjólarnir blöktu í vindinum.
Þá börnin léku sér inn í framtíðina
er mennirnir fylgdu sólarlaginu
á leið þess til morgundagsins.

Er sumarið kom og vorið vaknaði vorið.  
Gísli Magnússon
1969 - ...


Ljóð eftir Gísla Magnússon

Er sumarið kom og vorið.
I vetrarbyrjun